Hungurganga fyrir Gaza á Akureyri á sunnudag

Farið verður í samstöðugöngu gegn þjóðarmorði og hungursneyð á Gaza, á sunnudaginn kemur, kl. 14 frá Hofi. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook síðunni Samstaða með Palestínu – Akureyri. Í tilkynningu á síðu viðburðarins segir:
„Börnin okkar gráta dag og nótt,“ segir móðir á Gaza í viðtali við Al Jazeera.
Þúsundir barna, kvenna og karla svelta nú á Gaza. Þetta er hungur sem vopn. Þetta er þjóðarmorð.
Ástandið versnar frá degi til dags og yfirlýst markmið Ísrael frá því október 2023 er að verða að veruleika. Ísrael er að þurrka út Palestínu, börn svelta og engin aðstoð fær að fara inn.
Ríkisstjórn Íslands hefur einungis gefið út yfirlýsingar sem ekki hafa skilað neinum árangri. Að halda áfram að láta yfirlýsingar og máttlaus áköll duga er það sama og að gefa Ísraelsríki leyfi til að halda helför sinni áfram. Við neitum að vera meðsek í þjóðarmorðinu í Palestínu.
Sunnudaginn klukkan 14:00 komum við saman við framan á Hof og með tóma potta.