Fara í efni
Fréttir

Hringveginum við Jökulsá á Fjöllum lokað

Vegurinn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum eftir krapaflóðið á dögunum. Ljósmynd: Lögreglan.
Hringveginum við Jökulsá á Fjöllum hefur verið lokað vegna aukinnar óvissu og upplýsinga frá vísindamönnum um einhverjar breytingar á hegðun árinnar. Þetta var tilkynnt á Facebook síðu lögreglunnar rétt í þessu.
 
Lokunarpóstar eru á hringveginum, við Kröfluafleggjara að vestan og vestan við Vopnafjarðarafleggjara að austan. Allri umferð um Mývatnssöræfi er því beint um norðausturströndina, Húsavík, Þórshöfn og Vopnafjörð. Ekkert verður ákveðið með opnun vegarins í bráð en að minnsta kosti er ljóst að hann verður ekki opnaður í dag, skv. upplýsingum lögreglu.
 
Akureyringar og aðrir ferðalangar verða því að hafa vaðið fyrir neðan sig eigi þeir brýnt erindi austur á land í dag og gefa sér meiri tíma í ferðalagið en venjulega.