Fara í efni
Fréttir

Hringferð til styrktar Píeta-samtökunum

Félagar í Toyrun í heimsókn hjá Píeta á Akureyri á hringferðinni um landið á síðasta ári.
Félagar í Toyrun í heimsókn hjá Píeta á Akureyri á hringferðinni um landið á síðasta ári.

Meðlimir í Toyr­un-mótor­hjóla­sam­tökunum hófu í gær ferðalag um landið í því skyni að selja barm­merki til styrkt­ar Píeta-sam­tök­un­um og verður hópurinn á Ráðhústorgi á Akureyri í hádeginu í dag, á milli klukkan 12.00 og 13.00.

Píeta eru samtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Toyr­un félagar hafa ferðast um landið í þess­um til­gangi í þó nokk­ur ár.

Hópurinn verður á eftirfarandi stöðum í dag og í kvöld:

  • Við bensínstöð N1 á Sauðárkróki klukkan 9.00 til 10.00
  • Á Ráðhústorgi á Akureyri í hádeginu, frá klukkan 12.00 til 13.00
  • Á milli klukkan 15 og 16 verður hópurinn á Húsavík
  • Við N1 á Egilsstöðum frá klukkan 20.00 til 21.00

Í tilkynningu er fólk hvatt til þess að hitta Toyrun félagana, spjalla og kaupa af þeim barmmerki til styrktar Píeta.