Fara í efni
Fréttir

Hreinsun er umfram kröfur og væntingar

Frá því að Norðurorka tók hreinsistöð fráveitu í Sandgerðisbót í notkun síðla árs 2020 og til síðustu áramóta höfðu alls 89 tonn af rusli verið síuð úr fráveituvatninu sem fer í gegnum stöðina, þar af 37 tonn á síðasta ári. Að öðrum kosti hefði ruslið borist í sjó fram.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Eyþórs Björnssonar, forstjóra Norðurorku, sem birtist á Akureyri.net í dag. Greinin er svar við spurningum Ólafs Kjartanssonar sem birtust 3. október síðastliðinn.

Eyþór segir mælingar á eftirlitsþáttum í stöðinni sýna fram á að hreinsun á fráveituvatninu standist reglugerð um hreinsun, „líklega ein fárra á landinu,“ segir hann.

Meðal þess sem segir í grein Eyþórs er þetta:

  • Það er óumdeilt að stöðin sinnir hlutverki sínu með miklum sóma og umfram kröfur og væntingar.
  • Rennslismælingar fráveituvatns hefðu þurft að fara fram yfir lengra tímabil en raunin var.
  • Hreinsibúnaður stöðvarinnar hefði þurft að standa hærra en hann gerir.
  • Verkfræðistofunni Eflu, sem hannaði stöðina, var formlega gert ljóst á fyrstu stigum málsins að ákveðið misræmi væri hvað hæðarsetningu búnaðar varðar. Það mál hefur ekki verið tekið lengra.

Smellið hér til að lesa grein Eyþórs Björnssonar