Fara í efni
Fréttir

Hraðahindranir auka öryggi í Austursíðu

Mynd af vef Akureyrarbæjar sem sýnir staðsetningu hraðahindrana og þrenginga í Austursíðu.

Akureyrarbær hefur sett upp hraðahindranir og þrengingar í Austursíðu til að draga úr umferðarhraða og auka umferðaröryggi í hverfinu.

Með uppbyggingu á Norðurtorgi og fjölgandi verslunar- og þjónustufyrirtækjum á því svæði hefur umferð aukist verulega um Austursíðuna á undanförnum misserum. Skipulagsráð ákvað í mars að ráðast í bráðabirgðaaðgerðir á svæðinu til að bregðast við þessari auknu umferð.

Væntanlega ættu þessar ráðstafanir einnig að beina hluta umferðar til og frá Norðurtorgi meira út á Síðubraut og Hörgárbraut í stað Austursíðunnar.