Fara í efni
Fréttir

Horfið á helgistund fjölskyldunnar

Ljósmynd: Sigurður Ægisson
Ljósmynd: Sigurður Ægisson

Akureyrarkirkja sendi út samkomu, helgistund fjölskyldunnar, á Facebook síðu kirkjunnar fyrr í dag, á öðrum degi jóla.

Þátt í athöfninni tóku séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur, Sonja Kro æskulýðsfulltrúi, Barnakórar Akureyrarkirkju, félagar úr Kór Akureyrarkirkju og stjórnendur kóranna og organistarnir, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Sigríður Hulda Arnardóttir, Þorvaldur Örn Davíðsson og Eyþór Ingi Jónsson.

Séra Svavar sagði meðal annars frá því, í bráðskemmtilegu og fallegu ávarpi sínu, þegar hann opnaði jólapakka frá ömmu sinni og afa í Innbænum, og við blöstu risastórir ullarsokkar og pakki af King Edward vindlum af sverustu gerð! 

Með því að smella HÉR má horfa á helgistundina.