Fara í efni
Fréttir

Hólasandslína 3 er á lokametrunum

Ljósmyndir: Hörður Geirsson

Starfsmenn á vegum Landsnets eru á lokametrunum við að leggja Hólasandslínu 3 að austan til Akureyrar, en línan sú mun auka til muna öryggi á flutningi rafmagns til Eyjafjarðar.

Línan að austan kemur niður Bíldsárskarð í Vaðlaheiði þar sem möstrin á myndunum standa, ekki langt frá þeim stað er jarðstrengurinn úr vestri, sem liggur sunnan Akureyrarflugvallar, endar í fjallsrótum heiðarinnar. Stefnt er að því að taka línuna í notkun í september en þessa dagana er verið að reisa síðustu möstrin, setja niður undirstöður og strengja síðasta kaflann.