Fréttir
Hnúfubakur fastur austan við Hrísey
31.10.2025 kl. 16:00
Sporður hnúfubaksins eða afturhluti hans virðist flæktur, því hann nær að stinga upp höfðinu. Ekki er þó ljóst hvað heldur honum þarna föstum. Mynd af vef RÚV: Freyr Antonsson
Hvalaskoðunarmenn rákust í morgun á hnúfubak sem virðist fastur í veiðarfærum austan við Hrísey. Ekki hefur tekist að losa hvalinn í dag vegna veðurs, en vonast er til að það verði hægt á morgun. RÚV greinir frá þessu.
Áhöfnin á Mána, hvalaskoðunarbát Arctic Sea Tours, sá um klukkan 10 í morgun glitta í hnúfubak skammt austan við Hrísey og strax varð ljóst að hann gæti sig lítið hreyft. Hann flaut allan tímann á sama stað, virtist pikkfastur, og fljótt grunaði hvalaskoðara að hann væri flæktur í veiðarfæri.
Nánar á vef RÚV, þar sem sjá má myndband af hvalnum. Smellið á myndina hér að neðan til að sjá fréttina.
