Fréttir
														
Hnífsstunga í miðbænum – grunaðir í haldi
											
									
		03.08.2024 kl. 10:42
		
							
				
			
			
		
											 
									Einstaklingar eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á hnífstungu í miðbænum á þriðja tímanum í nótt. Einn einstaklingur var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og er viðkomandi ekki talinn í lífshættu. Lögregla segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Að öðru leyti gekk nóttin almennt ágætlega fyrir sig hjá lögreglunni, margt fólk á ferðinni og að skemmta sér, að því er fram kemur í stuttum pistli lögreglunnar á Norðurlandi eystra eftir nóttina.