Fara í efni
Fréttir

Hluti skíðasvæðisins verður opinn í dag

Mynd af heimasíðu Hlíðarfjalls.
Mynd af heimasíðu Hlíðarfjalls.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað á ný í dag, en það hefur verið lokað síðustu daga vegna leiðindaveðurs. Opið verður frá klukkan 13.00 til 19.00 og sem fyrr er fólki bent á að kaupa sér miða á heimasíðu svæðisins - það er hægt með því að smella HÉR 

Mikill snjór er í fjallinu eins og nærri má geta, eftir mikla snjókomu síðustu daga. Þess ber að geta að efri hluti svæðisins verður lokaður í dag vegna snjóflóðahættu. Spáð er snjókomu fram eftir degi og hægum vindi, fjórum metrum á sekúndu.