Fara í efni
Fréttir

Hlutfallslega mest fjölgun í Grýtubakkahreppi

Hlutfallslega hefur íbúum fjölgað mest í Grýtubakkahreppi það sem af er árinu ef sveitarfélögin við Eyjafjörð eru borin saman.

Íbúum á Akureyri hefur fjölgað um 1,5% frá því 1. desember í fyrra. Þá voru þeir 19.898 talsins samkvæmt tölum frá Þjóðskrá en íbúafjöldi Akureyrar er nú 20.193.

Ef sveitarfélögin við Eyjafjörð eru borin saman þá hefur Akureyri vissulega flesta íbúa en hins vegar hefur hlutfallslega orðið meiri fólksfjölgun í öllum nágrannasveitarfélögum Akureyrar við Eyjafjörð það sem af er ári ef Dalvíkurbyggð er frátalin en þar hefur íbúðafjöldi staðið í stað. Mest hefur fjölgað í Grýtubakkahreppi eða um 4,2%.

Fjölgun í sveitarfélögum við Eyjafjörð á tímabilinu 1. des 2022 - 1. október 2023 sbr. tölur frá Þjóðskrá:

    • Grýtubakkahreppur (381 – 397) 4,2%
    • Hörgársveit (769 – 797) 3,6%
    • Svalbarðsstrandarhreppur (482 – 497) 3,1% 
    • Eyjafjarðarsveit (1.157 – 1.186) 2,5%
    • Fjallabyggð (1.977 – 2.021) 2,2%
    • Akureyri (19.898 – 20.193) 1,5%
    • Dalvíkurbyggð (1.905 – 1.905) 0%