Fréttir
Hluta Borgarbrautar lokað vegna malbikunar
06.07.2025 kl. 22:00

Malbikunarframkvæmdir við Borgarbraut hefjast á morgun, mánudaginn 7. júlí.
Byrjað verður á nyrðri akrein götunnar, frá hringtorgi við Glerártorg upp að Skarðshlíð, og verður því lokað fyrir umferð upp eftir Borgarbraut á þeim kafla götunnar kl. 8-21.
Lokunin hefur áhrif á akstur vagna SVA á tveimur leiðum, nr. 2 og 3 á meðan lokunin stendur yfir, eins og sjá má á kortunum hér að neðan sem SVA birti á Facebook-síðu sinni.
- Leið 3 ekur upp Höfðahlíð í stað Borgarbrautar og síðan út á Borgarbraut úr Skarðshlíðinni.
- Leið 2 ekur upp Þórunnarstræti í stað Borgarbrautar og Dalsbrautar.