Fara í efni
Fréttir

Hlíðarskóli styrkir Krabbameinsfélagið

Nemendur Hlíðarskóla ásamt Kristni Þráni Kristjánssyni kennara, Maron Björnssyni stjórnarmanni í KAON og Valdimar Heiðari Valssyni skólastjóra.

Nemendur Hlíðarskóla á Akureyri styrktu Krabbameinsfélag Akureyrar (KAON) og nágrennis á dögunum um 122.000 krónur. Áheitahlaup þeirra er hluti af árlegum þemadögum skólans og að þessu sinni ákváðu nemendur að styrkja KAON.

„Nemendurnir hlupu eins og fætur toguðu, það gekk (og hljóp) eins og í sögu!“ segir í frétt á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. „Við þökkum þessum glæsilegu krökkum kærlega fyrir styrkinn og metnaðinn í þessu flotta verkefni.“