Fara í efni
Fréttir

Hitamet í desember: 16,9 stig á aðfangadag

Jólin eru sannarlega rauð í ár; með rauðum jólum er átt við snjólausa auða jörð. Svona var um að litast í kirkjugarðinum á Naustahöfða í gærdag. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Íslandsmet í desember-hita var slegið í gær, klukkan ellefu á aðfangadagskvöld, þegar 19,8 stiga hiti mældist á Seyðisfirði. Mesti hiti sem mælst hafði hérlendis í desember fram að því var 19,7 stig, í Kvískerjum í Öræfum 2. desember 2019.

Akureyrarmet var einnig slegið í gær því ekki hefur verið jafn hlýtt í bænum í desember síðan mælingar hófust. Klukkan tíu í gærkvöldi var 16,9 stiga hiti skv. mæli Veðurstofunnar við Krossanesbraut.

Mesti hiti sem áður hafði mælst á Akureyri í desember var 16,5 stig, sama dag og gamla Íslandsmetið mældist í Kvískerjum, 2. desember 2019, skv. Trausta Jónssyni veðurfræðingi á Hungurdiskum, veðurbloggi hans, í desember á síðasta ári.

Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands í gærkvöldi.