Fara í efni
Fréttir

Hilda Jana áfram efst, Sindri í öðru sæti

Hilda Jana Gísladóttir, Sindri Kristjánsson, Elsa María Guðmundsdóttir og Ísak Már Jóhannesson.
Hilda Jana Gísladóttir, Sindri Kristjánsson, Elsa María Guðmundsdóttir og Ísak Már Jóhannesson.

Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar var samþykktur samhljóða á félagafundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í morgun.

Hilda Jana Gísladóttir núverandi oddviti verður í efsta sæti listans, annað sætið skipar Sindri Kristjánsson yfirlögfræðingur. Í þriðja sæti er Elsa María Guðmundsdóttir grunnskólakennari og fjórða sæti skipar Ísak Már Jóhannesson umhverfisfræðingur. Samfylkingin hefur nú tvo bæjarfulltrúa.

„Ég tel að Samfylkingin tefli fram öflugum lista jafnaðarfólks, sem er reiðubúið að leggja sitt að mörkum til að gera gott samfélag betra. Við eigum að stefna ótrauð að sjálfbærri sókn Akureyrarbæjar, sem byggir á hugmyndafræði um jöfnuð í fjölbreyttu samfélagi, þar sem ekkert okkar er skilið eftir,“ segir Hilda Jana Gísladóttir í tilkynningunni.

„Framundan eru spennandi tímar á Akureyri og gífurleg sóknarfæri blasa við okkar sveitarfélagi. Áframhaldandi uppbygging á öllum sviðum mun tryggja betri og skilvirkari þjónustu. Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau krefjandi verkefni í umboði bæjarbúa,” er haft eftir Sindra Kristjánssyni.

Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022

 1. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi
 2. Sindri Kristjánsson, yfirlögfræðingur
 3. Elsa María Guðmundsdóttir, grunnskólakennari
 4. Ísak Már Jóhannesson, umhverfisfræðingur
 5. Kolfinna María Níelsdóttir, ferðamálafræðingur
 6. Hlynur Örn Ásgeirsson, hugbúnaðarsérfræðingur
 7. Rannveig Elíasdóttir, hjúkrunarfræðingur
 8. Jóhannes Óli Sveinsson, nemi
 9. Valdís Anna Jónsdóttir, viðskiptafræðingur
 10. Sigríður Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi,
 11. Orri Kristjánsson, sérfræðingur
 12. Unnar Jónsson, forstöðumaður
 13. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fyrrverandi alþingismaður
 14. Sveinn Arnarsson, byggðafræðingur
 15. Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor
 16. Reynir Antonsson, stjórnmálafræðingur
 17. Hekla Sólbjörg Gunnarsdóttir, nemi
 18. Heimir Haraldsson, náms- og starfsráðgjafi
 19. Margrét Kristín Helgadóttir, lögfræðingur
 20. Jón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands
 21. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari
 22. Hreinn Pálsson, lögmaður