Fara í efni
Fréttir

Heilsuefling aldraðra og húsnæðismál

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Akureyrarbær skal tryggja „eldri borgurum á Akureyri aðgang að eins góðu félags- og tómstundastarfi og þörf er á hverju sinni,“ skv. samningi sem undirritaður var á aðalfundi félagsins, EBAK, í gær. „Markmiðið er að tryggja og viðhalda andlegri, félagslegri og líkamlegri færni þeirra til að njóta efri áranna eftir vilja og getu hvers og eins,“ segir í samningnum.

Sverrir Páll Erlendsson, sem er í Fræðslunefnd EBAK, segir frá fundinum í grein á Akureyri.net í dag.

Á fundinum voru samþykktar tvær ályktanir, annars vegar um húsnæðismál, þar sem skorað er á bæinn að hefja sem fyrst vinnu við að leysa skort á húsnæði fyrir félags- og tómstundastarf eldri borgara bæjarins, hins vegar um heilsueflingu, þar sem því er fagnað að vinna við gerð aðgerðaáætlunar fyrir eldri borgara sé hafin og að heilsuefling verði tekin fyrir í fyrsta áfanga.

Smelltu hér til að lesa grein Sverris Páls.