Fréttir
Heilahristingur
08.06.2025 kl. 09:00

EYRARPÚKINN - 42
Fimm ára að aldri fékk ég fyrsta heilahristinginn þegar ég var skotinn í hausinn af Bjössa rummung.
Jafnhattaði Björn fimmtíu kílóum á fermingardaginn.
Nonni stumraði yfir mér og sá ég fjórfaldan stjörnufans en lenti þó ekki eins illa í því og Ljósvíkingurinn forðum og kunni aukinheldur athyglinni sem að mér beindist ágætlega.
Eftir þrjár mínútur var ég sprottinn á fætur og fórnaði mér í lappirnar á stóru strákunum af fullkominni þráhyggju og miskunnarleysi, jafn óttalaus sem þindarlaus.
Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.
- Heilahristingur er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.