Fara í efni
Fréttir

Hátíðin má fara fram að mati bæjarlögmanns

Jón Már Héðinsson og nokkrir nýstúdentar þegar hann brautskráði stúdenta í fyrsta skipti 17. júní árið 2004. Þeir verða 20 ára júbílantar á næsta ári. Jón Már brautskráði stúdenta í síðasta skipti í fyrra. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Júbílantahátíð MA-inga 16. júní í Íþróttahöllinni er ekki í hættu vegna verkfalls starfsmanna Akureyrarbæjar skv. áliti bæjarlögmanns Akureyrar.

Undirbúningshópur hátíðarinnar hefur fengið lögfræðiálit bæjarlögmanns, þar sem segir að forstöðumaður íþróttamála bæjarins megi opna og læsa húsnæði í verkfalli.

Akureyri.net nefndi í frétt sem birtist í morgun um áhrif verkfalls starfsmanna BSRB að næðust ekki kjarasamningar fyrir 16. júní yrði ekkert af júbílantahátíðinni, því í tilkynningu frá BSRB sagði að Höllin yrði lokuð til 17. júní.

Veitingahúsið Bautinn hefur séð um hátíðina í fjöldamörg ár auk hljóðkerfaleigunnar HS kerfa. Starfsmenn hússins ekki unnið að hátíðinni að sögn.