Fara í efni
Fréttir

Harður árekstur tveggja vörubíla

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Tveir stórir vörubílar skullu harkalega saman á mótum Þingvallastrætis og Miðhúsabrautar um miðjan dag. Ástæða óhappsins liggur ekki fyrir en ekki er loku fyrir það skotið að mikil hálka sé skýringin. Bílarnir eru töluvert skemmdir en ekki er talið að ökumenn hafi meitt sig að neinu ráði.

Nokkur olía lak úr bílunum en slökkviliðsmenn mættu á staðinn í þeim tilgangi að hreinsa svæðið. Lögreglan hefur lokað Þórunnarstræti frá Miðhúsabraut niður að Skógarlundi.