Fara í efni
Fréttir

Handtekinn fyrir skemmdarverk á bílum

Hér má sjá skemmd á lakki einnar bifreiðarinnar sem varð fyrir barðinu á manninum um helgina. Mynd: visir.is

Karlmaður hefur verið handtekinn og kærður fyrir skemmdarverk á bifreiðum sem lagt var í Strandgötu og Hofsbót. Eitthvað á þriðja tug bíla varð fyrir barðinu á þessari hegðun mannsins eftir því sem næst verður komist.

Öryggismyndavélar og myndavélar íbúa í miðbænum hjálpuðu lögreglu við að komast á sporið eftir að skemmdarverk voru unnin á lakki fjölmarga bifreiða í miðbænum um helgina. Gerandinn þekktist á upptökum og handtók lögreglan karlmann, búsettan á Akureyri, og kærði fyrir skemmdarverkin. Hann hefur játað a.m.k. hluta brotanna að því er fram kemur í frétt Vísis.