Fara í efni
Fréttir

Handbolti: KA tapaði stórt í Mosfellsbæ

Norðmaðurinn Morten Linder var markahæstur KA-manna í Mosfellsbæ í gærkvöldi, gerði 7 mörk, þar af 4 af vítalínunni. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ í þriðju umferð Olísdeildar karla í handknattleik í gærkvöld. Heimamenn sýndu KA litla gestrisni, náðu öruggu forskoti snemma leiks og sigur þeirra var aldrei í hættu eftir það. Lokatölur 36:27.

KA-menn náðu að halda í við Aftureldingu til að byrja með og eftir 10 mínútna leik var Aftureldingu einu marki yfir, 5:4. En þá kom slæmur kafli hjá KA, Afturelding skoraði sex mörk í röð forskotið komið upp í 7 mörk. Staðan í leikhléi var 18:11 og KA komst aldrei nálægt því að naga forskot heimamanna niður að einhverju ráði eftir hlé. Lokatölur 36:27 eins og áður sagði.

Afturelding hefur unnið alla þrjá leiki sína í upphafi mótsins en KA er með 2 stig eftir einn sigurleik og tvo tapleiki. Næsti leikur KA verður föstudaginn 25. september, gegn HK í Kópavogi.

Mörk KA: Morten Linder 7 (4 víti), Einar Birgir Stefánsson 5, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, Logi Gautason 3, Aron Daði Stefánsson 2, Giorgi Dikhaminjia 2, Jens Bragi Bergþórsson 2, Magnús Dagur Jónatansson 2, Jóhann Geir Sævarsson 1.

Varin skot:  Bruno Bernat 9 (1 víti), Guðmundur Helgi Imsland 1 (1 víti).

Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 8 (2 víti), Ihor Kopyshynskyi 6 (1 víti), Oscar Sven Leithoff Lykke 5 (2 víti), Ágúst Ingi Óskarsson 4, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Harri Halldórsson 3, Sveinur Olafsson 2, Brynjar Búi Davíðsson 1, Haukur Guðmundsson 1, Stefán Magni Hjartarson 1, Ævar Smári Gunnarsson 1.

Varin skot: Sigurjón Bragi Atlason 8, Einar Baldvin Baldvinsson 6 (1 víti).

Öll tölfræðin hjá HBStatz.