Fara í efni
Fréttir

Hallormsstaður bætti „Akureyrarmetið“!

Veðurkort Veðurstofu Íslands klukkan 15.00 í dag.

Dag­ur­inn í dag er heit­asti dag­ur árs­ins og mögu­lega sá heit­asti sem mælst hef­ur í ág­úst­mánuði á Íslandi frá upp­hafi. Þetta segir Teitur Ara­son, veður­fræðingur hjá Veður­stofu Íslands, í samtali við mbl.is

„Mér sýn­ist Hall­ormsstaður vera bú­inn að gægj­ast í 29,3 stig. Hlýj­asta mæl­ing­in hingað til í sum­ar var 27,5 gráður á Ak­ur­eyri þann 20. júlí, þannig þetta er það hlýj­asta sem mælst hef­ur á ár­inu. Þetta er jafn­framt hlýj­asta mæl­ing­in á land­inu síðan í júlí-hita­bylgj­unni 2008, þá mæld­ust 29,7 gráður á Þing­völl­um,“ seg­ir Teit­ur.

Hon­um þykir lík­legt að hita­metið fyr­ir ág­úst­mánuð verði slegið aft­ur á morg­un en þá er spáð enn meiri hita á Aust­ur­landi.

Nánar hér á mbl.is