Fara í efni
Fréttir

Uppboð á Facebook til styrktar Góðvild

Uppboð á Facebook til styrktar Góðvild

Á morgun hefst rafrænt uppboð á Facebook til styrktar Góðvild; styrktarsjóði sem hefur það að markmiði að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra.

Um er að ræða innlent góðgerðarverkefni Ladies Circle á Íslandi en það eru konur í Ladies Circle 7 á Akureyri sem halda utan um uppboðið. Fjölmörg fyrirtæki, ekki síst á Akureyri og nágrenni, hafa lagt verkefninu lið með því að leggja til veglegan varning og gjafabréf á uppboðið.

Uppboðið hefst klukkan 12.00 á þriðjudaginn, 23. febrúar, og lýkur klukkan 22.00 næsta fimmtudag, 25. febrúar.

Ladies Circle eru alþjóðlega samtök kvenna á aldrinum 18 til 45 ára; góðgerðarsamtök sem vilja að því að konur kynnist; hver annarri, ólíkum reynsluheimum og margvíslegri menningu.

Slóðin á uppboðið er hér