Fara í efni
Fréttir

„Hættum að bugta okkur fyrir Bakkusi“

„Hættum að bugta okkur fyrir Bakkusi“

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju og pistlahöfundur hér á Akureyri.net, telur áfengissölu sem nýlega hófst í Hlíðarfjalli algjöra tímaskekkju.

„Ég hata ekki fólk, lifi ekki í eftirsjá og reyni að draga frekar lærdóm af fortíðinni í stað þess að láta hana skilgreina framtíðina. Ég viðurkenni hins vegar að hafa lagt talsvert hatur á áfengi í seinni tíð og eftir því sem lengra líður frá því ég varð edrú hefur eftirfarandi orðið: Annars vegar finnst mér ég elska fólk heitar og hins vegar hata áfengi meira,“ segir Hildur Eir í pistli dagsins.

Smellið hér til að lesa pistil Hildar.