Fara í efni
Fréttir

Hætt við að loka Öxnadalsheiði

Hætt við að loka Öxnadalsheiði

Fallið hefur verið frá þeirri ákvörðun að loka Öxnadalsheiði kl. 21:30 í kvöld. Tilkynnt hafði verið um lokun síðdegis.

Viðvörun um lokun var birt á vef Vegagerðarinnar, vegna stórhríðar og slæms veður. Nú hefur verið tilkynnt að hætt hafi verið við lokunina „þar sem ekki hefur að fullu ræst úr veðurspá. Heiðin verður því opin áfram en þar getur verið lélegt skyggni fram á nótt.“