Fara í efni
Fréttir

Hádegisfundur um atvinnumál og innviði

Samtök iðnaðarins og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) halda opinn hádegisverðarfund í Hofi á morgun, þriðjudag 9. september kl. 12-13. Kastljósinu verður þar beint að atvinnumálum og innviðauppbyggingu.
 
Dagskrá fundarins er svohljóðandi, segir í tilkynningu:
 
  • Opnun fundar - Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Ávarp - Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri
  • Stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Sterkir innviðir fyrir öflugra atvinnulíf - Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður SSNE
Fundarstjóri verður Albertína Fr. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE. Húsið verður opnað kl. 11.30 og fundargestum verður boðið upp á súpu og brauð.
 
Fundurinn er öllum opinn og honum verður líka streymt. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.
 

Viðburðurinn á Facebook