Fara í efni
Fréttir

Grófarfélagar stefna á pólinn fyrir jólin!

Grófin geðrækt stendur þessa dagana fyrir hreyfiáskorun sem kallast Á pólinn fyrir jólin! Hún felst í því að þátttakendur hreyfa sig með ýmsu móti; ganga, hlaupa, hjóla, skíða eða róa, svo dæmi séu nefnd, sömu vegalengdinn og fuglinn flýgur, eins og það er orðað í tilkynningu frá Grófinni, frá Akureyri á Norðurpólinn, alls 2618 kílómetra,

„Við erum komin vel á veg með að komast á pólinn fyrir jólin,“ segir í tilkynningunni. Í leiðinni safnar hópurinn áheitum.

     _ _ _

  • Grófin geðrækt er lágþröskulda, gjaldfrjálst úrræði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri á öllum stigum bataferlisins sem vilja auka virkni, komast í góðan félagsskap og stunda sjálfsvinnu á jafningjagrundvelli.
  • Eitt af markmiðum Grófarinnar er að efla fólk í virkni og hjálpa því að kynnast eigin áhrifamætti og huga markvisst af geðheilsunni. „Hluti af því er að vinna að sameiginlegu markmiði sem hópur og styðja þannig við starf Grófarinnar sem samfélag. Því ákváðum við að safna áheitum og hvetja einstaklinga til að heita á hópinn með frjálsum framlögum og styðja þannig enn frekar að þróun batasamfélagsins sem þátttakendur mynda.“
  • Nánar um Grófina neðar – og hér er heimasíðan.
     _ _ _ 

Síðustu misseri hefur Grófin lagt meira en áður upp úr virkni þátttakenda og boðið upp á fjölbreytta virkni þar sem sérstök áhersla er lögð á hreyfingu. „Þar má nefna göngutúra, jóga, bandvefslosun og tíma í sal Eflingar sjúkraþjálfunar þar sem sjúkraþjálfari leiðir hópinn í gegnum æfingar á föstudögum.“

Hreyfiáskorunin í Grófinni sem áður var nefnd, Á pólinn fyrir jólin, felst í því að þátttakendur skrá niður alla þá vegalend sem þeir fara, hvort sem það er fótgangandi, á hjóli, skíðum, í sundi eða öðru, og saman munu þau ferðast þá vegalengd sem samsvarar leiðinni á Norðurpólinn. „Inga María Ellertsdóttir, formaður stjórnar Grófarinnar stendur fyrir áskorunninni en hún stóð fyrir samskonar áskorun í sumar þegar þátttakendur fóru vegalengd sem samsvarar hringnum í kringum Ísland og síðan út í Grímsey. Þátttakendur geta fylgst með árangrinum á síðu sem heitir Challenge Hound, en nú þegar hafa þeir lokið tæplega einum þriðja leiðarinnar. Hópurinn gaf sér 69 daga til að ljúka verkefninu, en síðasti skráningardagur er aðfangadagur.

„Eins og fram kemur að ofan er eitt af markmiðum Grófarinnar að efla fólk í virkni og hjálpa því að kynnast eigin áhrifamætti og huga markvisst af geðheilsunni. Hluti af því er að vinna að sameiginlegu markmiði sem hópur og styðja þannig við starf Grófarinnar sem samfélag. Því ákváðum við að safna áheitum og hvetja einstaklinga til að heita á hópinn með frjálsum framlögum og styðja þannig enn frekar að þróun batasamfélagsins sem þátttakendur mynda. Grófin eru frjáls félagasamtök og er þetta verkefni leið til að sækja styrki út í samfélagið, en nefna má sambærileg verkefni annarra félagasamtaka á borð við hina árlegu Pieta göngu, Úr myrkrinu í ljósið. Það er frábært þegar fyrirtæki og einstaklingar velja sér góðgerðarmálefni til að styrkja og sjá aukna velvild samfélagsins í garð úrræða sem snúa að geðheilsu og geðheilbrigði.“

Aukin umsvif hafa verið í Grófinni undanfarin misseri og aðsókn aukist til muna. „Því fylgir að sjálfsögðu aukinn rekstrarkostnaður, en einnig eru uppi hugmyndir um að auka enn frekar þjónustu Grófarinnar út frá sjónarmiðum notenda. Til að mynda viljum við getað boðið þátttakendum Grófarinnar upp á þjónustu fagaðila í bland við jafningafræðara eins og notendur hafa kallað eftir síðustu ár. Slíkt er kostnaðarsamt og þyrfti fjármögnun að fara fram í gegnum frjáls framlög.

Við höfum verið svo lánsöm að hafa haft marga góða styrktaraðila í gegnum árin sem hafa hjálpað okkur að vinna að markmiðum okkar ásamt því að mæta þörfum samfélagsins um opið og aðgengilegt úrræði.“

Styrktarreikningur Grófarinnar:

  • Númerið er  0565-14-405078
  • Kennitalan er 430316-0280

„Nú þegar hafa einhverjir einstaklingar heitið á okkur og hvetjum við þá sem hafa tök á að heita á að hópurinn komist, t.d. 1 eða 10 kr á kílómeterinn,“ segir í tilkynningu Sjálfsbjargar.