Fara í efni
Fréttir

Gróður fjarlægður á kostnað eigenda

Akureyrarbær skorar á eigendur og umsjónarmenn lóða að snyrta gróður sem nær út fyrir lóðamörk að götum, gangstéttum og stígum þar sem hann veldur óþægindum fyrir gangandi vegfarendur, umferð ökutækja og skyggir á umferðarskilti og götumerkingar.

Þetta kemur fram á vef bæjarins. Fyrr í sumar var birt sams konar áskorun. Nú er greint frá því að snyrtingu gróðurs skuli vera lokið fyrir 22. ágúst næstkomandi. Eftir það verður gróður fjarlægður á kostnað lóðarhafa, eins og segir á vefnum.

Fram kemur að hæð undir gróður við gangstéttar skuli ekki vera minni en 2,8 metrar og við akbraut 4,5 metrar.