Grindvíkingar boðnir velkomnir á æfingar
Íþróttafélagið Þór tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að Grindvíkingar sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og muni dvelja á Akureyri eða nágrenni séu boðnir velkomnir á æfingar hjá öllum deildum félagsins án endurgjalds.
Ástæða er til að vekja athygli á tilkynningunni frá Þórsurum. Hún er svohljóðandi í heild:
Kæru Grindvíkingar.
Íþróttafélagið Þór sendir Grindvíkingum kveðjur í þeim erfiðu og yfirþyrmandi aðstæðum sem þið upplifið þessa dagana.
Ef einhver ykkar sem hafa þurft að yfirgefa heimili sitt og bæinn sinn og munuð dvelja á Akureyri eða í nágrenni eruð þið boðin velkomin á æfingar hjá deildum Þórs. Það er að sjálfsögðu án endurgjalds. Íþróttafélagið Þór stendur opið iðkendum úr Grindavík í öllum greinum sem stundaðar eru innan félagsins. Þetta á að sjálfsögðu einnig við hjá Þór/KA sem rekur 2. og 3. flokk kvenna í knattspyrnu ásamt meistaraflokki.
Verið ávallt velkomin í félagsheimilið okkar, Hamar.
Upplýsingar um deildir, stjórnir, þjálfara og æfingatöflur er að finna hér á vefnum okkar. Hér að neðan eru tenglar til að stytta leiðir:
Handbolti: https://www.thorsport.is/handbolti
Knattspyrna: https://www.thorsport.is/knattspyrna
Körfubolti: https://www.thorsport.is/korfubolti
Pílukast: https://www.thorsport.is/pilukast
Pílukast - Facebook-hópur: https://www.facebook.com/groups/49796022199
Taekwondo: https://www.thorsport.is/taekwondo
Hnefaleikar: https://www.thorsport.is/hnefaleikar
Rafíþróttir: https://www.thorsport.is/rafithrottir