Fréttir
														
Grindhvalavaða á Pollinum í dag
											
									
		30.08.2023 kl. 19:40
		
							
				
			
			
		
											 
											Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
									Grindhvalavaða er á Pollinum og hefur vakið mikla athygli vegfarenda síðustu tvær klukkustundir eða þar um bil. Vaðan virðist nokkuð stór, líklega um 30 hvalir í torfu. Grindhvalir, sem eru af ættkvísl tannhvala af höfrungaætt, eru mjög algengir við Íslandsstrendur og sjást annað veifið svo innarlega í firðinum. Akureyri.net sagði síðast frá grindhvalavöðu á Pollinum fyrir sléttu ári, í ágúst 2022.



