Fara í efni
Fréttir

Græn skref SSNE kjörin fyrir sveitarfélögin

Æ meiri áhersla er lögð á umhverfis- og loftslagsmál innan Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi (SSNE).

„Ekkert eitt umhverfis- og loftslagsverkefni getur leyst allan þann vanda sem við stöndum frammi fyrir. Einhversstaðar þarf þó að byrja og Græn skref eru kjörið verkfæri til þess,“ segir Kristín Helga Schiöth verkefnastjóri Grænna skrefa hjá samtökunum í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

„Með því að stíga skrefin saman deilum við kröftum okkar, aukum hagkvæmni og byggjum um leið upp þekkingu innan hvers sveitarfélags. Hverju sveitarfélagi verður mætt þar sem það er; sé sveitarfélagið nú þegar búið að vinna mikið innra umhverfisstarf á það einfaldlega minni vinnu eftir, og þau sem eru á byrjunarreit fá stuðning til að hefjast handa.“

Smellið hér til að lesa grein Kristínar Helgu