Fara í efni
Fréttir

Götur lokaðar vegna vinnu við fráveitu

Vegna vinnu við fráveitukerfi Norðurorku má búast við lokunum á götum á miðbæjarsvæðinu, sem merktar eru með rauðu á meðfylgjandi mynd, að því er segir í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar. Þar segir að reynt verði að halda götum opnum að hluta eftir því sem framkvæmdir leyfa, en þær muni standa yfir til næsta miðvikudags, 10. ágúst.

Vert er að geta þess að reiknað er með að göturnar verði að mestu opnar um helgina. „Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en um nauðsynlega aðgerð er að ræða,“ segir í tilkynningunni.