Fara í efni
Fréttir

Gott veður á Akureyri en Öxnadalsheiði lokuð

Ljósmyndir: Jón Einar Jóhannsson

Mikið hefur snjóað í Eyjafirði um páskana, færð víða verið slæm og veður vægast sagt rysjótt. Nú er blíða á Akureyri en leiðindaveður til fjalla. Vegurinn yfir Öxnadalsheiði er lokaður, hann er í skoðun en aðstæður fyrir mokstur eru ekki góðar, sagði á vef Vegagarðarinnar klukkan 12.00. Þá var hvasst og mjög blint á heiðinni. Veðurspáin er slæm og óvíst er hvort takist að opna heiðina í dag.

Aðrir leiðir eru opnar fyrir umferð en hált er og snjóþekja á vegum út með firði. Meðfylgjandi myndir sem Jón Einar Jóhannsson tók á Akureyri í dag sýna vel hvernig staðan er í bænum en götur eru þó greiðfærar.

VIÐBÓT - Vegagerðin tilkynnti um miðjan dag að vegurinn um Öxnadalsheiði yrði ekki opnaður í dag. 

Vefur Vegagerðarinnar