Fara í efni
Fréttir

Göngugatan verður „göngugata“ 2024

Göngugatan í miðbæ Akureyrar verður „göngugata“ sumarið 2024 – í júní, júlí og ágúst. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar Akureyrar.
 
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða í dag breytingar á verklagsreglum fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Í sumar verður gatan lokuð á sunnudögum í júní og ágúst frá kl. 11.00 – 19.00. Jafnframt var samþykkt að sá hluti Hafnarstrætis sem í daglegu tali er kölluð göngugatan, verði lokuð alla daga, allan sólahringinn í júní, júlí og ágúst árið 2024. Aðgengi skal tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila.
 
„Ég er auðvitað himinlifandi með þessa niðurstöðu, hafði einmitt rætt í skipulagsráði að ef það væri ekki vilji til þess að gera þetta núna til að hafa betri undirbúning þá væri hægt að gera það næsta sumar þannig að það væri nægur tími til stefnu og þau samþykktu það!“ sagði Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, við Akureyri.net rétt í þessu. Hún hefur barist fyrir því að þessi kafli Hafnarstræti verði alvöru göngugata.
 
Nú skiptir máli að leggja áherslu á að sveitarfélagið undirbúi sig líka og leggi áherslu á að við nýtum göngugötuna vel að sumarlagi þannig að þar verði skemmtilegt og notarlegt að dvelja og njóta,“ segir Hilda Jana.