Fara í efni
Fréttir

Góð viðbót við sífellt stækkandi gagnasafn

Valgerður Guðmundsdóttir lektor, Arnar Páll Guðmundsson útibússtjóri Landsbankans á Akureyri og Rach…
Valgerður Guðmundsdóttir lektor, Arnar Páll Guðmundsson útibússtjóri Landsbankans á Akureyri og Rachael Lorna Johnstone, forseti Lagadeildar við afhendinguna í gær. Ljósmyndir: Auðunn Níelsson

Landsbankinn færði í gær Lagadeild Háskólans á Akureyri innbundin eintök af dómum Hæstaréttar frá árunum 1936-2000 ásamt innbundnum eintökum af Stjórnartíðindum frá árunum 1921-1966.

„Ljóst er að hér er um veglega gjöf að ræða sem mun vera góð viðbót við sífellt stækkandi gagnasafn Lagadeildarinnar. Bækurnar munu nýtast bæði nemendum og starfsfólki Lagadeildarinnar við nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu,“ segir í tilkynningu frá skólanum. Rachael Lorna Johnstone, forseti Lagadeildar, og Valgerður Guðmundsdóttir lektor veittu bókunum viðtöku frá Arnari Páli Guðmundssyni, útibússtjóra Landsbankans á Akureyri.

„Við erum sérstaklega ánægð með það þegar við getum nýtt það sem öðrum nýtist ekki lengur og um leið eflt samstarfið við okkar nærsamfélag, í þessu tilviki að styrkja tengslin við fyrirtæki á svæðinu,“ segir Rachael Lorna Johnstone, forseti Lagadeildar.