Fara í efni
Fréttir

Gífurlegur fjöldi í Hlíðarfjallsblíðunni

Ljósmyndir: Axel Þórhallsson
Ljósmyndir: Axel Þórhallsson

Mikill fjöldi fólks er á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli í dásemdarveðri. Öll bílastæði við skíðahótelið voru upptekin strax snemma í morgun og því var gripið til þess ráðs að bjóða fólki að leggja bílum sínum á svæði Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við gámasvæðið við Réttarhvamm og þiggja ferð þaðan með rútu upp í fjall.

Fyrir stundu náði bílaröðin frá hringtorginu á Hlíðarbraut upp að svæði Bílaklúbbsins en einhverjir fengu að aka alla leið að skíðasvæðinu, til þess að skilja skíðamenn eftir.