Fara í efni
Fréttir

Fyrsta skipið af um 280 í Eyjafirði í sumar

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Akureyrar um nýliðna helgi; Bolette kom á laugardag og fór daginn eftir, með um 1400 farþega. Þetta er eina skipið sem kemur til bæjarins í apríl en ballið byrjar fyrir alvöru fyrstu vikuna í maí og alls er von á 280 skemmtiferðaskipum til Eyjafjarðar í sumar, fleiri en nokkru sinni.

Spáð er um 25% fjölgun gesta með skemmtiferðaskipum í sumar frá því sem var fyrir heimsfaraldur Covid-19, um 185.000 manns en til samanburðar komu um 150.000 með slíkum skipum til bæjarins árið 2019. Skipakomum til Eyjafjarðar fjölgar um 40% eða þar um bil. Þær voru 199 árið 2019 en verða um 280 í sumar með viðkomu á Akureyri, í Hrísey og Grímsey, og á Hjalteyri en þetta verður í fyrst sinn sem skemmtiferðaskip leggur leið sína til Hjalteyrar.

Smellið hér til að sjá lista yfir öll skemmtiferðaskip sumarsins