Fara í efni
Fréttir

Fyrsta doktorsvörn við Háskólann á Akureyri

Í dag mun Karen Birna Þorvaldsdóttir verja doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Dagurinn er sögulegur því þetta er fyrsta doktorsvörnin sem fram fer við skólann.

Doktorsritgerðin ber heitið Að skilja og mæla hindranir þess að leita sér hjálpar eftir áfall: Þróun á mælitæki með blönduðum aðferðum (e. Understanding and Measuring Barriers to Help-Seeking after Trauma: Survivor-Centered Mixed Methods Validation Study).

Vörnin fer fram á ensku í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri kl. 13:00 og er öllum opin. Þeir sem vilja mæta á staðinn þurfa að skrá sig en athöfninni verður líka streymt. Allar nánari upplýsingar hér