Fara í efni
Fréttir

Fyrsta barn ársins er Grímseyingur

Brá Svafarsdóttir og Ragnar Árnason með dótturina, fyrst barn ársins 2026 á Norðurlandi.

Fyrsta barn ársins á Norðurlandi er 16 marka stúlka sem fæddist kl. 7.09 á nýársdagsmorgun á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Stúlkan er Grímseyingur og kærkomin viðbót við íbúa við heimskautsbaug. Hún er fyrsta barn foreldra sinna, Bráar Svafarsdóttur og Ragnars Árnasonar og heilsast mæðgunum vel,“ segir á vef Akureyrarbæjar þar sem greint er frá tíðindinum.

„Fjöldi fæðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri á liðnu ári var 387, þar af tvær tvíburafæðingar. Samanlagt 389 börn, 169 stúlkur og 220 drengir. Sú tala er heldur lægri en undanfarin fimm ár en þá hafa að meðaltali fæðst 404 börn á ári,“ segir á vef bæjarins. Það sem er þó sérstaklega óvenjulegt í ár er kynjamunurinn, en talsvert fleiri drengir komu í heiminn en stúlkur að sögn Ingibjargar Hönnu Jónsdóttur, yfirljósmóður fæðinga- og kvensjúkdómadeildar SAk.