Fara í efni
Fréttir

Fundir um stöðu og horfur í ferðaþjónustu

„Broskarl“ við Ljósavatn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Á morgun, þriðjudag 1. mars, bjóða KPMG og Markaðsstofa Norðurlands til tveggja funda þar sem markmiðið er að ræða um stöðu og framtíðartækifæri ferðaþjónustunnar á svæðinu. Fyrri fundurinn verður í Hofi á Akureyri kl. 10:00 – 11:30 og seinni fundurinn á Hótel Varmahlíð kl. 15:00 – 16:30.

„Á fundunum munu sérfræðingar KPMG og Markaðsstofu Norðurlands mæta og ræða um tækifæri í norðlenskri ferðaþjónustu, ítarlega greiningu á ferðþjónustu landshlutans og fjalla um möguleika greinarinnar tengdum sjálfbærni. Ásamt KPMG og Markaðsstofa Norðurlands koma samtök sveitarfélaga á Norðurland vestra að fundinum í Varmahlíð,“ segir í tilkynningu.

Dagskrá fundanna:

  • Tækifæri í norðlenskri ferðaþjónustu
  • Staða ferðaþjónustunnar og helstu áskoranir fyrirtækja í greininni

o Niðurstaða könnunar og greininga KPMG

o Hvaða tækifæri og lausnir eru í boði fyrir fyrirtækin í greininni til að mæta þeim áskorunum sem framundan eru?

  • Sjálfbærni og ferðaþjónustan – hvar liggja möguleikarnir?
  • Umræður

Skráning á fundina er á eftirfarandi slóð:

https://kpmg.wufoo.com/forms/via-komum-til-aan-raaum-takifari-a-feraaajanustu/