Fara í efni
Fréttir

Fróðlegur pistill Ólafs Þórs um ADHD

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar um ADHD – athyglisbrest og ofvirkni – í nýjum pistli í röðinni Fræðsla til forvarna. Sjúkdómurinn hefur verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið.

„Sumir eru í persónugerð sinni ofurvirkir og utan við sig. Aðrir hafa tilhneigingu til að verða þannig undir miklu álagi.“ skrifar Ólafur.

„Og svo eru þeir sem hafa starfssemistruflun í heilanum sem veldur sjúklegri truflun á stýringu í heilanum sem gefur sjúkdómseinkennin athyglisbrest og ofvirkni. Orsakir þessara sjúklegu breytinga eru ekki þekktar.“

Hann segir einnig meðal annars:

„Mikilvægt er að greina ADHD frá ýmsum öðrum sjúkdómum eða hegðunarmunstrum sem geta gefið lík einkenni. Þetta eru t.d. ýmsir sveiflusjúkdómar eins og geðhvörf, ákveðnar tegundir af kvíða og þunglyndi og sjúkdómar sem geta valdið vitrænni truflun. Algeng vandamál eins og álag og streita og samskiptavandamál geta líka gefið lík einkenni.“

Smellið hér til að lesa fróðlegan pistil Ólafs Þórs