Fara í efni
Fréttir

„Friður í hættu á Íslandi, eins og á 13. öld“

Frá samstöðufundi með úkraínsku þjóðinni á Ráðhústorgi um síðustu helgi. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

„Um miðja 21. öld hefur komist til valda í Noregi stjórnlyndur lýðskrumari með hugmyndafræði ýktrar þjóðernishyggju ...“

Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og pistlahöfundur Akureyri.net, skrifar í dag „fjarstæðukennda þvælu“ – í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu – um ímyndaðan norskan einvald og fáeina „fræðimenn“ sem ekki eru teknir alvarlega af kollegum sínum, en útlista hugmyndafræði ýktrar þjóðernishyggju og tekst að sannfæra einvaldinn með skjalli og fagurgala.

„Eins og við vitum hafa [á Íslandi] vaðið uppi öfgahópar eiturlyfjaneytenda og femínista undir formerkjum „fjölmenningarsamfélags“ ... Til að verja siðmenningu okkar þurfum við að grípa til aðgerða áður en andnorræn öfl ná undirtökum á sögueyjunni. Þetta verður sérstök aðgerð til að vernda stór-norsku þjóðina gegn útrýmingu af hálfu alþjóðasinna.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar.