Fara í efni
Fréttir

Franskir dátar vörðu jólanótt á Pollinum

Bretagne á Pollinum í dag. Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson.

Franskt herskip, Bretagne, skreið inn á Pollinn við Akureyri undir kvöld í gær. Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is fékk frá Landhelgisgæslunni er gert ráð fyrir að það haldi á haf út á ný í kvöld. Skipið var í Reykjavík á dögunum þar sem áhafnaskipti fóru fram en þaðan hélt Bretagne – sem nefnt er eftir Bretaníu, eins og vestasti skagi Frakklands er kallaður á okkar ástkæra, ylhýra máli – norður fyrir land. Dátarnir frönsku fengu því að verja jólanóttinni við okkar kyrrláta fjörð en það verður stuttur stans.

Skipasíða Þorgeirs Baldurssonar