Fara í efni
Fréttir

Frægir fjölga sér, laglegar á lausu ...

Stefán Þór Sæmundsson, kennari og rithöfundur, skrifar um fjölmiðlun í grein sem hann sendi Akureyri.net til birtingar. Hann veltir því fyrir sér hvers vegna ekki sé hægt að vernda sjálfan sig og aðra með huns-takka fyrir mannskemmandi slúðri, smjatti, öfund, naggi, bulli, áróðri, auglýsingum og pípandi drullu,“ eins og hann orðar það.

Höfundur er „karlmaður, kennari og þokkalega sáttur við eigin rass,“ segir undir grein Stefáns að þessu sinni, í takt við umfjöllunarefnið. 

„Frægir fjölga sér.“ „Laglegar á lausu.“ „Flottasta villan.“ „Fáklædd á ströndinni.“ „Sturlaðar ídýfur.“ „Truflað kartöflusalat.“ „Simmi Vill eða Sunneva… segir eitthvað,“ eða hvernig þetta hljómar allt í Smjattlandinu góða þar sem brjóst, rassar, ríkidæmi og stjörnur svífa yfir vötnum.

Smellið hér til að lesa pistil Stefáns Þórs