Fara í efni
Fréttir

Fræðsla til forvarna: Áfallastreituröskun

Mikilvægt er að læra á einkenni áfallastreituröskunar, skilja þau og ná leikni í að bregðast við þeim og að hugsa vel um sjálfan sig og aðra. Sjálf getum við þannig gert mjög mikið.

Þetta segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í nýjum pistil í röðinni Fræðsla til forvarna sem birtist á Akureyri.net.

„Áfallastreita er orð sem notað er yfir vanlíðan í kjölfar áfalla. Þá er átt við andlega vanlíðan eins og ótta og óöryggiskennd og oft fylgja með líkamleg óþægindi eins og svimi, höfuðverkur, kviðverkir, þyngsli fyrir brjósti og svefntruflanir. Einkennin ganga yfir af sjálfu sér á nokkrum vikum. En ef áfallið hefur verið mjög alvarlegt eða einkennin halda áfram að versna og liðinn er a.m.k. mánuður þá er talað um Áfallastreituröskun sem á ensku nefnist PTSD sem stendur fyrir Post Traumatic Stress Disorder. Þetta er sjúkdómsgreining sem er lík alvarlegri kulnun eða sjúklegri streitu en er þó ekki alveg eins,“ segir Ólafur Þór.

Í pistlinum bendir hann á ýmis ráð til þeirra sem orðið hafa fyrir alvarlegu áfalli.

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs.