Fara í efni
Fréttir

Fræðsla og fundur með Samtökunum 78

Samtaka, félag foreldrafélaga grunnskóla á Akureyri, býður til fræðslu og fundar með fulltrúa Samtakanna 78 í kvöld, til að fræðast um það efni sem þau kenna grunnskólabörnum í vetur.

Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar. Þar segir mikilvægt að foreldrar séu vel undirbúnir og upplýstir þegar börnin koma heim með spurningar eða fróðleik sem æskilegt er að ræða. Fundurinn hefst kl. 20.30 í sal Naustaskóla.