Fara í efni
Fréttir

Frábær árangur hjá ungum dönsurum STEPS

Úr dansatriði eins af liðum STEPS á undankeppni Dance World Cup í Borgarleikhúsinu. Mynd: Steps Dancecenter Facebook
Framtíðin er björt hjá ungum dönsurum hjá Steps Dancecenter á Akureyri. 27 nemendur frá Steps fóru um síðastliðna helgi suður um heiðar til þess að keppa í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið, Dance World Cup, í Borgarleikhúsinu. Það gekk vonum framar og öll 15 keppnisatriði Steps komust áfram. Unnu liðin sjö silfurverðlaun og fimm brons.
 
Heimsmeistaramótið verður haldið í Prag í sumar, og þar hafa lið Steps unnið sér inn keppnisrétt. Á heimasíðu mótsins segir að um 120.000 börn og ungt fólk keppi árlega í undankeppnum víðs vegar um heiminn til þess að freista þess að taka þátt í úrslitakeppninni. Úrslitin eru haldin á nýjum stað á hverju ári, en undanfarin ár hefur keppnin verið haldin í Portúgal, á Spáni, Þýskalandi og fleiri stöðum. 
 
Myndirnar eru fengnar á Facebook síðu Steps Dancecenter.