Fara í efni
Fréttir

Fólk hvatt til að festa lausamuni

Búast má við stormi um tíma á Norðausturlandi seint í kvöld og fram yfir miðnætti með mjög snörpum vindstrengjum við Eyjafjörð. Spáin er svo slæm að Veðurstofan birtir gula veðurviðvörðun og í athugasemdum veðurfræðings segir: Suðvestan 18 til 23 metrar á sekúndu með hviðum staðbundið að 35 til 40 m/s á Eyjafjarðarsvæðinu og utanverðum Tröllaskaga. Fólk er hvatt til að festa lausamuni eða koma þeim í skjól. Varasamt ferðaveður.

Áfram gæti orðið mjög hvasst á Akureyri á morgun.