Fara í efni
Fréttir

Flugu frá New York með kvikmyndabúnað

Vél Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair, á Akureyrarflugvelli á fimmtudaginn. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Frakt­flug­vél Loft­leiðir Icelandic flaug beint frá John F. Kennedy flugvelli í New York til Akureyrar í vikunni með ýmiskonar búnað fyrir kvikmyndatökur á vegum fyrirtækisins TrueNorth. 

Á vef Morgunblaðsins, mbl.is, kemur fram að innan tíðar hefjist tök­ur á sjón­varpsþátt­un­um Retreat. Það er stórt verkefni; þætt­irn­ir eru fram­leidd­ir af FX sem heyr­ir und­ir Fox en Tru­eN­orth greiðir götu tök­uliðsins hér á landi. Í aðal­hlut­verki eru þau Cli­ve Owen og Emma Corr­in. Tök­urn­ar á Íslandi standa yfir í um þrjár vik­ur, meðal ann­ars á Sigluf­irði, í Vök Baths við Eg­ilsstaði, á lúx­us­hót­el­inu Depl­um í Fljót­um og í tón­list­ar­hús­inu Hörpu.

„Við höf­um leigt svona vél­ar fyr­ir tvö verk­efni í röð og fyllt þær af búnaði. Þetta eru óneit­an­lega góð tíðindi fyr­ir efna­hag­inn á Íslandi,“ seg­ir Leif­ur B. Dag­finns­son, fram­leiðandi hjá Tru­eN­orth í frétt mbl.is.

„Við tök­um á Norður­landi næstu daga og svo för­um við aðeins víðar um landið, lát­um opna fyr­ir okk­ur hót­el og fleira,“ seg­ir Leif­ur sem verst ann­ars fregna af verk­efn­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morgunblaðsins koma um 250 manns að tök­un­um.