Fara í efni
Fréttir

Flug til Keflavíkur frestast til 2024

Icelandair hóf beint flug frá Akureyri til Keflavíkur árið 2012, boðið var upp á tertu af því tilefni 7. júní og flogið í nokkur misseri. Til stóð að taka upp þráðinn snemma á næsta ári en því hefur verið seinkað um eitt ár. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Icelandair hugðist hefja beint flug á milli Akureyrar og Keflavíkur á fyrri hluta næsta árs en nú hefur verið ákveðið að fresta því um eitt ár – til vorsins 2024. Viðskiptavinum sem höfðu pantað sér flug var tilkynnt þetta í dag.

Akureyri.net hafði veður af þessu í dag og nú hefur talsmaður Icelandair staðfest tíðindin í samtali við vefmiðilinn Túrista.  „Við viljum ná betri tökum á ýmsum verkefnum í innanlandsfluginu áður en við víkkum starfsemina út. Það er býsna flókið að setja upp nauðsynlega starfsemi á Akureyri. Við viljum undirbúa þetta vel. Aðfangakeðjur eru flóknari en fyrir heimsfaraldur og við þurfum að taka mið af því,“ segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu hjá Icelandair.

Nánar hér á vef Túrista.